Lýsing: Karlblóm eru mógræn og kvenblóm rauðleit og út í græn. Blómstrar í mars-apríl. Garðtré með fallega krónu
Hæð: 4-9 m.
Aðstæður: Harðgerður. Hraðvaxta. Þrífst best í rýrum jarðvegi. Hentar vel í mýragarða og rýran jarðveg. Hefur svepparót og þolir því ekki mikla áburðagjöf. Þarf sólríkan vaxtarstað. Hentar vel í þyrpingar, beð og hefur verið notað í klippt skjólbelti. Ágætis uppgræðsluplanta.