Fróðleikur um plöntur fyrir óupphituð gróðurhús eða yfirbyggðar svalir
Ávaxtatré og -runnar fá betri uppskeru í köldum gróðurhúsum. Rósir verða líka mjög fallegar í köldum gróðurhúsum.
Þá eru lágvaxnar og viðkvæmar trjátegundir oft hafðar í köldum gróðurhúsum.
Þar má nefna:
Fagurlim (Buxus)
Garðaýr (Taxus x media og Taxus baccata)
Japanshlyn (Acer palmatum)
Japansýr (Taxus cuspidata).
Kristþyrnir (Ilex)
lífviði (Microbiota, Thuja occidentalis og Thujopsis)
Rósakirsi (Prunus nipponica)
Rósamöndlutré (Prunus triloba)
sópa (Cytisus)
Sýprus (Chamaecyparis)
Einnig lyngrósir og klifurplöntur á borð við Bergsóley (Clematis).
Plöntur fyrir upphituð (frostfrí) gróðurhús eða skála. Einnig fyrir sólríka stofu.
Það er tilvalið að forrækta grænmeti í upphituðum gróðurhúsum og setja matjurtaplönturnar út í byrjun júní þegar það er orðið nógu hlýtt og engin hætta á næturfrosti.
Margir nota upphitaða skála til að rækta ávexti á borð við vínber, kíví, banana og litlar mandarínur (Kumquat). Gætið að því að flest ávaxtatré og berjarunnar þurfa að frjósa yfir veturinn til að fá uppskeru.
Fyrir utan plönturnar sem eru flokkaðar undir garðskálaplöntur er hægt að rækta ýmsar tegundir af grænmeti, margar tegundir pottablóma og viðkvæmar tegundir af trjám og runnum í frostfríum gróðurskálum.
Þá er hægt að halda lífi í nokkrum tegundum af sumarblómum á milli ára með því að hafa þau í frostfríum gróðurhúsum.
Þar má nefna:
Fúksíu / Blóðdropa Krists (Fuchia)
Hengi pelargoniu (Pelargonium pelatum / Pelargonium pendula)
Pelargoniu / Pelargónía / Mánabrúður (Pelargonium x hortorum)