Lýsing: Lítil hvít blóm í klösum. Blómstrar mikið. Ólífur koma í staðinn fyrir blómin. Það er mælt með 1því að fækka ávöxtum í 3-4 fyrir hverja 30 sm. af grein. Plantan er sjálffrjóvgandi, en fær betri uppskeru ef það eru fleiri ólífuplöntur til staðar.
Hæð: Getur orðið 8-15 m. í heitum löndum, ekki er vitað hversu stór plantan verður hér á landi.
Aðstæður: Þarf töluverða birtu, en þolir hálfskugga. Þolir beina sól. Þarf mikla vökvun. Moldin á alltaf að vera örlítið rök viðkomu. Vex hægt og því þarf ekki að snyrta plöntuna mikið til. Aðeins taka burt dauðar greinar og snyrtið þannig að sólin nái að leika um sem mest af plöntunni. Gætið þess að snyrta plöntuna ekki of mikið.
Þarf tvo mánuði í kulda til að fá blóm og ólífur. Þolir -15 til 35°C, en reynið að forðast að kuldinn fari niður fyrir -10°C. Ef mikill kuldi sækir að plöntunni er hægt að vefja hana í hlífðarklæði.