Lýsing: Blaðfalleg vafningsjurt. Rauðbrún blóm í maí-júní. Þarf karlplöntu til að þroska aldin. Aldin þroskast í október-nóvember á þriðja eða fjórða ári eftir útplöntun. Aldin verða rauðbrún í sólinni. Þau eru sæt og með hunangskeim, um 3 sm. löng og 2 sm. á breiddina. Það er hægt að borða hýðið, en það er súrt. Ávextirnir ilma. Þeir detta af ef plantan fær ekki nóg að drekka.
Hæð: 4-8 m.
Aðstæður: Þolir frost niður í -30°C. Besta uppskeran fæst í köldum gróðurhúsum. Þrífst best í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Þolir illa að þorna. Þarf klifurvegg, víra eða annað til að klifra eftir.
Annað: Amerískt yrki.