Lýsing: Hvít blóm. Blómstrar oft yfir árið og því er hægt að fá sítrónur árið um kring. Blómin eru tvíkynja og frjóvgast með flugum. Eigendur geta líka farið með pensli á milli blómanna.
Hæð: Getur orðið 3 m á hæð og 1 m. á breidd í heitari löndum. Það er ekki ennþá ljóst hversu há plantan verður á Íslandi.
Aðstæður: Vill næringarríkan og vel framræstan jarðveg. Þolir bæði súra og basíska mold. Þarf mikla vökvun og sólríkan stað. Vökvið með áburði við og við. Því meira sem plantan er klippt því meira mun hún vaxa í kjölfarið, en að sama skapi minnkar blómgunin. Settu í 5-10°C þegar þú vilt að plantan leggist í dvala.
Skemmtileg staðreynd: Það er hægt að nota sítrónu við ýmiskonar þrif og sem kattafælu. http://www.dv.is/lifsstill/2012/6/15/sitrona-er-frabaer-hushjalp/