Garðyrkjustöð Ingibjargar notar ávalt hágæða fræ og græðlinga.
Flest sumarblóm þurfa sól og frjóan jarðveg. Sumarblóm eru í blóma allt sumarið og eru því ákjósanleg ein sér eða í félagi við fjölærar plöntur sem blómgast flestar í styttri tíma á ólíkum tímabilum sumarsins. Við ræktun sumarblóma notum við valin fræ og þau ræktuð í pottum. Þetta tryggir gæði plantnanna.