Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Lauffellandi tré og -runnar

1. Limgerði - Gróðursetning, klipping og tegundir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

 

Gróðursetning

Bil milli plantna í limgerði er haft 30-50 sm. Ýmist er grafinn skurður eða hola fyrir hverja plöntu eins og myndin sýnir.

grodursetning

Klipping

Best er að klippa limgerði alveg frá byrjun, sérstaklega víðitegundir. Ef limgerði er klippt þannig að það mjókki upp fær það meiri birtu og verður jafnara og þéttara.

klipping.limgerdi

 

 

Eftirtaldar tegundir eru oft notaðar í limgerði

Alaskavíðir

Birki

Blátoppur

Glótoppur

Fjallarifs

Gljámispill

Rauðtoppur

Runnamura

Strandavíðir

Viðja

Gullsópur ´Roter Favorit´

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

cytisus.roter.favorit.gullsopur.roter.favorit.2 2

Lýsing: Blómviljugur runni sem er þakinn rauðum blómum eftir endilöngum greinum í maí-júní.

Hæð: 0,5-1 m.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í þurrum, rýrum og sendnum jarðvegi.

Gullsópur ´Andreanus´

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

cytisus.andreanus.gullsopur.andreanus.2 3

Lýsing: Blómviljugur runni með gulum og rauðum blómum

Hæð: 1-1,5 m

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í þurrum, rýrum og sendnum jarðvegi.

Alaskavíðir / Tröllavíðir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Laufin eru allt að 11 sm., ílöng og loðin á neðra borði.

Hæð: 2-9 m.

Aðstæður: Harðgerður. Saltþolinn og vindþolinn. Notaður í skjólbelti og stórgerð limgerði eða sem stakstætt tré.

Alskavíðir ´Gústa´ / Tröllavíðir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Laufin eru allt að 11 sm., ílöng og loðin á neðra borði.

Hæð: 2-9 m.

Aðstæður: Harðgerður. Saltþolinn og vindþolinn. Notaður í skjólbelti og stórgerð limgerði eða sem stakstætt tré. Kvenkyns klónn.

Annað: Fljótvaxinn.

  1. Alaskayllir
  2. Alaskaösp
  3. Alpareynir
  4. Askur / Evrópuaskur

Page 1 of 15

  • Start
  • Prev
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • Next
  • End
  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu