Hluti af uppskeru sem kom af einu plómutré (Opal) úti í garði í Hveragerði í september 2010.
Best er að velja sólríkan og skjólsælan stað undir ávaxtatré til að fá uppskeru. Einnig er hægt að rækta margar sortir í óupphituðum gróðurhúsum, en þá þarf að hafa í huga hversu stórt yrkið verður og hvort hægt sé að halda því niðri með klippingu. Ávaxtatré gefa meira af sér í óupphituðum gróðurhúsum.
Jarðvegur þarf að vera frjór og ekki of rakur. Sendinn jarðvegur hentar vel. Um leið og það er orðið frostlaust ætti að bera áburð á trén. Ef vökvun er óregluleg geta komið sprungur í aldin, sérstaklega plómur og kirsuber. Ef lítið er um flugur er gott að frjóvga með pensli nokkrum sinnum yfir blómgunartímann. Ef aldin standa mjög þétt þarf að grisja þau.
Ávaxtatré- og runnar í upphituð gróðurhús eða sólríka stofu
Kaffi, litlar mandarínur / Kumquat, ólífur, sítrónur, vínber.
Ávaxtatré- og runnar fyrir köld gróðurhús
Bláber, epli, ferskjur, fíkjur, goji ber, heslihnetur, hindber, kirsuber, perur, plómur.