Goji ber geta vaxið nánast hvar sem er, svo framarlega sem þau fá sól. Til að fá góða uppskeru er æskilegt að plantan sé í köldu gróðurhúsi. Það er líka hægt að rækta goji ber á sólríkum stað innandyra eða á svölum. Ef plantan er látin vaxa í potti hættir hún að stækka þegar ræturnar ná niður á botninn á pottinum. Plantan getur náð 2-3 m hæð úti í garði. Goji berjaplantan er sólelsk og þolir allt að -15°C frost. Það er best að planta henni á skjólríkan sólarstað eftir að það er örugglega orðið frostlaust.
Vökvun: Leyfið moldinni að þorna á milli þess sem plantan er vökvuð, en þó þannig að það sé alltaf einhver raki í moldinni
Blóm: Blómin eru lítil og fjólublá í maí.
Ber: Berin eru lítið og rauð. Það getur komið mikil uppskera á hvern runna. Berin eru með mikið magn af andoxunarefnum, C-vítamíni og próteini.
Umönnun: Goji ber hafa mikla aðlögunarhæfni, en til að fá bestu niðurstöðuna er gott að halda ph gildinu á milli 6,8 og 8,1. Bætið lífrænum úrgangi við gróðurmoldina í næringarskyni. Ef þú ætlar að planta fleiri en einni Goji berjaplöntu er gott að hafa 2 metra á milli þeirra.
Klipping: Best er að klippa plöntuna að vetri til, en það má snyrta hana allan ársins hring. Klipptu rótarskot og hliðargreinar sem vaxa hratt og eru mjúkar. Það mun ekki koma mikil uppskera á þessar greinar. Leyfið stærstu og heilbrigðustu greinunum að lifa til að mynda stofn. Þú getur haldið plöntunni í þeirri hæð sem þú kýst með því að klippa ofan af plöntunni. Ekki klippa plöntuna mikið fyrsta árið. Þú ættir alltaf að klippa plöntuna eftir mikla uppskeru. Það skiptir máli að halda plöntunni við með klippingu til þess að hún verði ekki of fyrirferðamikil. Plöntur sem eru ekki klipptar bera ekki ávöxt.
Uppskera: Aldin koma á tveggja ára plöntur og plantan er fullþroskuð eftir 4-5 ár. Berin vaxa aðeins á nýjum sprotum. Þroskuð Goji ber eru skærrauð. Það er ekki komin mikil reynsla á þessar plöntur á Íslandi og óvíst hversu mikil uppskeran verður, en það má reikna með að uppskeran verði fullþroskuð í haustlok (september-október).