Hindber hafa verið ræktuð á Íslandi í þónokkur ár og gefa góða uppskeru. Þau mynda rótarskot því er gott að gróðursetja runnana þannig að hægt sé að hemja útbreiðsluna. Það koma aldin á annarsárs greinar því er runninn klipptur þannig að elstu greinar eru klipptar niður við jörð og til að yngri greinar fái að njóta sín.