Matjurtir
- Details
- Category: Matjurtir
Næring
Matjurtaplöntur þurfa næringarríkan jarðveg. Það er gott að bæta jarðveginn með safnhaugsmold, moltu eða sveppamassa. Einnig er æskilegt að bera þörungamjöl og þurrkaðan hænsnaskít á matjurtabeðin.
Þá er gott að vökva með áburði úr þangi þar sem hann inniheldur öll snefilefni og vaxtarhvata sem plönturnar þarfnast. Þangáburður spornar einnig gegn blaðsvepp, spunamaur og blaðlús.
Fosfór (P) til að auka rótarvöxt og flýta fyrir blómgun.
Kalí (K) til að auka frostþol og mótstöðu gegn þurrki og sveppasjúkdómum. Kalí er einnig nauðsynlegt við ljóstillífun.
Köfnunarefni (N) til að auka blað- og stöngulvöxt.
Snefilefni: Matjurtir þurfa önnur næringarefni í minna mæli. Þau eru bór (B), járn (Fe), klór (Cl), kopar (Cu), kóbolt (Co), magnesíum (Mg), mangan (Mn), mólýbden (Mo), natríum (Na) og zink (Zn).
Skortur á næringu
Ef það skortir næringarefni í jarðveginn kemur það niður á gæði plantnanna. Þær geta einnig fengið áfall ef það kemur kuldatíð eftir að þær eru settar út.
Bórskortur: Belgjurtir, blómkál, gulrófur, gulrætur, kartöflur og næpur eru viðkvæmar fyrir bórskorti. Rófur fá vatnskennda bletti og það koma dökkar rákir í blómkálið. Bórskortur getur leitt af sér óætar matjurtir. Blákorn er gott ráð gegn skorti af þessu tagi.
Fosfórskortur: Blöðin fá á sig rauðbláan lit. Rótarávextir verða litlir.
Kalkskortur: Ung blöð verða gul og visna.
Skortur á Mólýbden: Blöðin krumpast og rúllast upp ásamt því að verða löng og mjó. Þessi skortur er helst í súrum jarðvegi. Það er gott að kalka jarðveg af þessu tagi.
Níturskortur: Plönturnar missa lit og fara að vinda upp á sig. Of mikið nitur veldur því að blöðin verða dökkgræn og lin.
Of mikið af næringarefnum: Matjurtaplöntur eru viðkvæmar fyrir of miklu magni af snefilefnum. Þær þola hinsvegar umframmagn af fosfór, kalí og köfnunarefnum áður en eiturverkanir koma í ljós.
- Details
- Category: Matjurtir
Vistvænar varnir
Sveppagróður:
Úðið moldina með eftirfarandi blöndu um leið og matjurtir eru gróðursettar til að sporna við sveppamyndun. Þessi blanda er sótthreinsandi og breytir vaxtarskilyrðum þannig að örverurnar sem mynda sveppinn ná ekki að þroskast.
2 l. volgt vatn
1 tsk. matarolía
1 tsk. grænsápa eða 1 msk. Sápuspænir
4 tsk. matarsódi
Fyrst er matarsódinn leystur upp í u.þ.b. 1 dl. af vatni til að koma í veg fyrir kögglamyndun. Öðru er blandað saman við og hrært. Gætir þess að það freyði ekki of mikið. Setjið í úðabrúsa og úðið á plöntur og moldaryfirborð eftir þörfum. Þetta er bæði hægt að nota til að fyrirbyggja sveppamyndun og drepa sveppi. Matarsódaupplausn getur einnig gagnast við að eyða myglu og myglugróum í húsum. Blandan geymist í nokkrar vikur, en best er að gera nýja blöndu í hvert sinn sem á þarf að halda.
Blaðsveppur:
Þurrkið klóelftingu, vallelftingu, fjallagrös eða litunarskóf og malið.
Setjið 1-2 dl. af elftingarmjöli út í 1 l. af vatni.
Sjóðið í 20 mín og látið kólna.
Síið elftinguna frá vatninu í gegnum léreftsdúk.
Setjið ögn af sápu við vatnið og setjið í úðabrúsa.
Úðið plönturnar vandlega.
(Upplýsingar úr bókinni Matjurtir, Handhægur leiðarvísir fyrir ræktendur sem Sumarhúsið og garðurinn ehf. gaf út árið 2007)
Sniglar:
Setjið sand eða vikurlag yfir moldina.
Sniglar eru ekki hrifnir af þurru og hrjúfu yfirborðinu.
Skordýr:
Fyllið ryðfrían pott með rabarbarablöðum, regnfangi eða stórnetlu.
Fyllið upp í pottinn með vatni og sjóðið í 20-30 mín. Það er einnig hægt að hella sjóðandi vatni í pottinn.
Látið kólna og standa yfir nótt.
Síið í gegnum léreftstusku og vindið til að ná eins miklu af safanum og þið getið.
Setjið 1 tsk. af grænsápu í hvern lítra.
Blandið þessari lausn saman við vatn í hlutföllunum 1:7.
Úðið yfir plönturnar.
Þessi blanda geymist ekki lengi.
Þá er hægt að blanda olíu úr sítrusávöxtum, ekalyptus, rósmarín, timjan, lavander eða piparmyntu saman við vatn. 5 ml. á móti 1 l. af vatni.
Einnig er hægt að setja fínmalaða eldpapriku (Cayenna pipar) í heitt vatn og sía vatnið. Setjið ögn af matarolíu og sápu saman við. Setjið einn hluta af þessu vatni á móti 10-15 af hreinu vatni og úðið.
Uppskriftirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi frá Hafsteini Hafliðasyni.
Þessar upplýsingar má einnig finna í bókinni
Matjurtir, Handhægur leiðarvísir fyrir ræktendur
sem Sumarhúsið og garðurinn ehf. gaf út árið 2007
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Gul blóm. Gætið þess að plantan beri ekki of mikið af aldinum þar sem það kemur niður á vextinum á aldinunum. Það er gott að taka stór blöð sem skyggja á aldin. Uppskerutíminn getur varað í 11 vikur samfellt. Tínið agúrkur um leið og þið teljið að þær séu tilbúnar. Hraðvaxta. Þarf uppbindingu. Gúrkur eru bestar nýjar af trjánum og án þess að koma við í ísskápnum.
Hæð: 2-3 m. Gúrkuplöntur vaxa þar til þær eru toppaðar.
Aðstæður: Fyrir upphituð gróðurhús á sólríkum stað. Þrífst í óupphituðu gróðurhúsi á meðan næturhiti fer ekki niður fyrir 3°C. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Lágmarkshiti fyrir plönturnar er 10-18 °C. Þarf mikinn áburð og vökvun. Skortur á köfnunarefni (N), kalí (K) og magnesíum(Mg) getur valdið því að plantan missir lit og aldin vaxi hægar. Haldið loftraka undir 80%. Of mikill loftraki getur valdið sveppasjúkdómum.
Annað: Ekki geyma gúrkur á sama stað og tómata eða annað sem gefur frá sér etylen. Þær gulna fyrr í grennd við etylen þó þær séu í plasti.
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Hvít jarðarber með rauðum fræjum. Bragðið minnir á ananas. Fuglarnir halda að aldinin séu óþroskuð og því fær mannfólkið að hafa þau í friði.
Hæð: 10-20 sm.
Aðstæður: Þrífst best á sólríkum og skjólsælum stað. Þarf næringarríkan og vel framræstan jarðveg. Jarðvegurinn má þó ekki vera of næringarríkur því þá stækka blöðin á kostnað berjanna. Þarf töluverða vökvun. Það er hæfilegt að hafa 20 sm. á milli plantna. Það þarf að planta rauðum jarðarberjum með ananasjarðarberjum, s.s. Senga Sengana, til frjóvgunar.
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Marglit blöð. Blöðin og stönglarnir notað í salat.
Hæð: 30 sm.
Aðstæður: Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í sendnum og næringarríkum jarðvegi.