Matjurtir til að hafa inni
Agúrkur, dvergtómatar, paprikur, tómatplöntur.
Nokkur heilræði
Matjurtir eru ýmist ræktaðar í gróðurhúsum, vermireitum eða matjurtagörðum eftir tegundum. Gróðursetjið á skjólríkum, hlýjum og sólríkum stað í góðri gróðurmold.
Hæfilegt bil á milli kálplantna er yfirleitt 30-35 sm. Gulrófum og salati má planta þéttar.
Notið akríldúk til að verja kartöflur og annað viðkvæmt grænmeti fyrst á vorin.
Gætið þess að planta ekki út fyrr en ekki er lengur hætta á næturfrosti.
Hækkið matjurtabeðin. Þetta er gert til að bæta frárennsli, auka súrefni í jarðveginum og til þess að beðin hlýni fyrr á daginn. Það er gott að setja steina í kantana til þess að halda forminu á beðinu. Steinarnir hitna yfir daginn sem veitir plöntunum yl inn í nóttina.
Það er mikilvægt að halda jöfnum raka. Hafðu í huga að upphækkuð beð þorna fyrr.
Ef það er búið að planta lengi á sama stað hættir jarðveginum til að súrna (ph 0-6). Berið kalk í jarðveginn til að hækka sýrustigið. Það getur verið gott að skipta um tegundir milli ára.
Til að sporna við illgresi og halda raka í jarðveginum er gott að vera með jarðvegsþekju úr sandi, grasi eða plasti.
Hafið í huga að mikið af vítamínum og steinefnum í matjurtum glatast við suðu. Best er að gufusjóða blöð og stilka ef það er ekki borðað hrátt.