Kryddjurtir hafa þörf fyrir mismunandi vaxtarskilyrði. Þær þrífast yfirleitt best í glugga þar sem þær fá skjól fyrir sólinni þegar hún er sem heitust. Flestar kryddplöntur þola að vera úti á sólríkum stað og í skjóli. Gætið þess að frárennslið sé gott því ræturnar geta fúnað ef moldin er of rök.
Það er tilvalið að setja kryddplöntur í eldhúsgluggann eða í pott við grillið þar sem þær eru við höndina þegar á þarf að halda. Takið kryddpottana með ykkur í sumarbústaðinn eða látið þær í pössun á meðan þið farið í frí þar sem þær eru viðkvæmar fyrir því að þorna.
Í sumarlok er gott að saxa kryddið og setja í poka sem geyma hæfilega skammta fyrir eina máltíð í frystinum.
Listi yfir krydd til að hafa inni
Ananasmynta, basilika, estragon, kóríander, mynta, rósmarín, sítrónumelissa, sítrónutimjan / sítrónublóðberg, súkkulaðiminta.
Listi yfir krydd til að hafa úti
Dill, graslaukur, ísópur, kerfill, kóríander, oregano / majoram / kryddmæra, steinselja, timjan / blóðberg.