Matjurtir
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Hvít blóm með gulri miðju. Miðjan verður smám saman að ávexti. Stór rauð aldin sem er hægt að tína af frá júlí og fram í október. Best er að leggja blómgreinar yfir strengi til að halda aldinunum frá jörðinni eða hafa jarðarberin í hengipottum. Klippið renglur af yfir sumarið til að auka blómgun. Það er einnig hægt að nota renglurnar til að fjölga plöntunum. Ef það er lítið um býflugur á svæðinu er gott að fara með mjúkum pensli á milli blómanna. Fjölær.
Hæð: 10-20 sm.
Aðstæður: Þrífst best á sólríkum og skjólsælum stað. Þarf næringarríkan og vel framræstan jarðveg. Jarðvegurinn má þó ekki vera of næringarríkur því þá stækka blöðin á kostnað berjanna. Þarf töluverða vökvun. Það er hæfilegt að hafa 20 sm. á milli plantna. Það er gott að endurnýja plönturnar með nokkurra ára millibili. Geymið jarðarber í ísskáp við 4-8 °C og borðið þau við stofuhita.
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Myndar þéttan og ílangan haus sem er um 0,5- kg. að þyng. Milt bragð.
Hæð: 30 sm.
Aðstæður: Þrífst best á sólríkum, hlýjum og skjólgóðum stað í næringarríkum og rakaheldnum jarðvegi. Þarf töluverða vökvun. Það er hætta á að plönturnar blómstri áður en þær ná að mynda haus ef hitastigið er of lágt.
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Fljótsprottið blaðsalat. Hægt að nota blöðin í matargerð mjög fljótt. Inniheldur mikið af járni og C-vítamíni. Bragðmikið.
Hæð: 30-50 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól. Þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi.
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Gul blóm.
Hæð: 10-40 sm.
Aðstæður: Þrífst best í hálfskugga í rökum og næringarríkum jarðvegi. Þrífst best í köldu gróðurhúsi, en getur einnig þrifist í vermireitum. Forðist að vökva blöðin.
- Details
- Category: Matjurtir
Lýsing: Hvít blóm. Bindið plöntuna upp í víra. Það er hægt að tína fullþroskaðar grænar paprikur u.þ.b. 8 vikum eftir að aldin byrjar að myndast. Það tekur 3 vikur í viðbót að ná endanlegum lit og þroska.
Hæð: 2 m.
Aðstæður: Fyrir gróðurhús. Geymist best við 15-18 °C. Ekki í ísskáp.