Lýsing: Græn blóm í maí-júní. Blá ber sem eru safarík og sæt á bragðið. Fjarlægið lauf næst ávöxtunum til þess að berin fái eins mikla sól og mögulegt er. Berin þroskast í ágúst-september. Plantan þarf grind, band eða grannan vír til að klifra eftir.
Hæð: 1-4 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan stað. Þrífst best í kalkríkum og vel framræstum jarðvegi. Ef það á að planta í raðir er best að hafa 1,5 – 2 m. á milli. Gott er að dýfa rótunum í volgt vatn rétt fyrir plöntun og vökva vel á eftir. Notið lífrænan áburð. Best er að vökva oft og lítið í einu. Þolir ekki mjög rakan jarðveg. Klippið plöntuna aðeins yfir vetrarmánuðina.