Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Sumarblóm

Details
Category: Content

SUMARBLÓM 

Flest sumarblóm þurfa sól og frjóan jarðveg. Sumarblóm eru í blóma allt sumariðog eru því ákjósanleg ein sér eða í félagi við fjölærar plöntur sem blómgast flestar í styttri tíma á ólíkum tímabilum sumarsins. Við ræktun sumarblóma notum við valin fræ og þau ræktuð í pottum. Þetta tryggir gæði plantnanna.

 

Bláhnoða

Blómin blá eða hvít. Þarf
skjól og sólríkan stað.
Ræktuð í 11 cm. pottum.
Hæð 15 cm.

Alstroemeria
      2 3
Sóllilja Blómin stór í ýmsum litum. Mjög blómviljug. Hentar vel í potta og ker

Alyssum maritimum 2

Skrautnál

Hvít, bleik eða blá blóm.
Kantblóm, mjög blómviljug og harðgerð. Hæð 10 cm.

Anemone coronaria

Maríusnotra

Blandaðir litir, ýmist fyllt eða
einföld blóm. Laukur.
Blómviljug. Hæð 20 cm.

Antirrhinum majus

Ljónsmunnur

Margir litir og afbrigði. Þarf
skjól og sól. Hæð 20-30 cm.

Argyanthemum

2 3 4 5 6

Margarita Blómin eru hvítar, bleikar eða gular körfur með gulri miðju. Mjög blómrík og harðgerð.
Hæð 20 cm.

Begonia x
tuberhybrida
2

Begonía

Blandaðir litir, stór blóm. Laukur ræktaður í 13 cm. pottum.
Tilvalin í blómaker.

Bellis perennis

Fagurfífill

Hvít, bleik eða rauð blóm. Mjög harðgerður. Hæð 15 cm.

Brachycome iberidifolia Gæsablóm Blátt fíngert hengiblóm. Harðgert
Ræktuð í 12 cm. pottum

Brassica oleracea

Skrautkál

Fjólubláar eða hvítar skrautlegar blaðhvirfingar. Standa lengi á haustin. Ræktuð í 13 cm. pottum.
Hæð 30 cm.

Calendula officinalis 2 3

Morgunfrú

Gul eða rauðgul blóm.
Blómstrar í júlí og er í blóma
fram eftir hausti. Harðgerð. Blöðin góð í salöt.
Hæð 25-30 cm.

Calibrachoa 2 3 4 5 6 Þúsundbjöllur Blómviljug hengiplanta. Ýmsir blómalitir. Ræktuð í 13 cm pottum.

Callistephus chinensis

Sumarstjarna
Aster

Ýmsir litir. Ræktuð í 11 cm.
pottum. Sólelsk. Hæð 20 cm.

Campanula porclagiana Betlehemstjarna Falleg hengiplanta, blómin margar bláar klukkur á slútandi greinum. Ræktuð í 13 cm pottum.

Celosia plumosa

Hanakambur

Ýmsir litir. Þarf skjól og sól.

Centaurea cyanus nr.1
Centaurea cyanus nr.2

Kornblóm

Blá, rauð, bleik eða hvít blóm og gráloðin blöð. Harðgert.
Hæð 25 cm.

Chrysanthemum
multicaule

Sólbrá

Gul blóm. Jarðlæg, harðgerð.
Hægt að þurrka blómin.
Hæð15 cm.

Chrysanthemum
paludosum

Daggarbrá

Hvít blóm með gulri miðju. Harðgerð og blómviljug.
Hæð 20-30 cm.

Cosmos bipinnatus 2

Brúðarstjarna

Blómkörfurnar stórar í hvíturm, rauðum eða bleikum lit. Hæð 40-60 cm.

Dahlia variabilis
´Cactus´

Glitfífill / Risadahlia

Margir litir. Ræktuð af lauk í 22. cm pottum.
Hæð 70-100 cm.

Dahlia 2 3 4 5

Glitfífill

Blandaðir litir. Sólelskur og þarf
skjól. Ræktaður í 11 cm. pottum.
Hæð 30 cm.

Dianthus Barbatus "Rondo Mis"
2 3 4 5 6 7 8
Henginellika Blómin mörg saman á stönglaendanum. Margir litir. Ræktuð í 12 cm pottum.

Dianthus
caryophyllus
2 3 4 5 6 7

Fyllt Nellika

Ýmsir litir. Blómin fyllt og
ilmandi. Ræktuð í 10 cm pottum.
Hæð 15 cm.

Dianthus chinensis 2 3

Nellika

Blandaðir litir. Mjög harðgerð.
Ræktuð í 11 cm. pottum.
Hæð 15-20 cm.

Dianthus ´Wee Wille´

Sumarnellika

Blandaðir litir. Mjög harðgerð.
Hæð 10-15 cm.

Dorotheanthus
bellidiformis
2 3

Hádegisblóm

Blandaðir litir. Blómin loka sér
ef ekki skín sól. Heillandi blóm sem ekki á sinn líka. Breiðir vel úr sér. Hæð 10 cm.

Fuchsia x hybrida

Fúksía / Blóðdropi Krists

Ýmsir litir, mjög blómviljug. Ýmist til með uppréttan eða hangandi vöxt. Hæð 30-50 cm.

Escholzia californica

Gullbrúða

Rauðgul blóm. Blómviljug.
Hæð 30-40 cm.

Gazania rigens 2 3 4 5 Mánafífill Blómin stórar körfur. Ýmsir litir. Ræktuð í 12 cm pottum.

Godetia x hybrida

Meyjablómi

Bleikir litir út í rautt, mjög blómviljug. Ræktuð bæði í litlum pottum og 11 cm. pottum og þá sem hengiblóm. Harðgerður.

Gypsophila muralis "Gypsy" Brúðarslæða / Garðaslæða Fíngerð hengiplanta. Blómin mynda ský af litlum blómun. Lillableik. Ræktuð í 12 cm pottum.
Helianthus 2 3 Sólblóm Dvergvaxið afbrigði. Gult stórt blóm.
Þarf skjólgóðan stað. Frekar viðkvæmt.
Hæð 30 - 40 cm. Ræktuð í 13 cm. pottum.

Helichrysum
bracteatum

Elífðarblóm

Blandaðir litir. Kjörið til
þurrkunar. Hæð 30 cm.

Iberis umbellata

Sveipkragi

Blandaðir litir. Mjög harðgerður.
Hæð 30 cm.

Impatiens

Hengi-lísa

Margir litir. Hengiplanta, þarf skjólgóðan stað.
Ræktuð í 12 cm. pottum.

Lavatera trimestris

Aftanroðablóm

Bleik eða hvít stór blóm.
Ræktað í 12 cm. pottum.
30-50 cm.

Limonium sinuatum

Statika
Fétoppur

Ýmsir litir. Tilvalið til þurrkunar.
Hæð 20-30 cm.

Linaria maroccana

Þorskagin

Margir blómlitir. Skuggþolið og harðgert. Hæð 30-40 cm.

Lobelia erinus

Brúðarauga

Blá, hvít eða rauð blóm. Tilvalið kantblóm. Hæð 10 cm.

Lobelia erinus
var pendula
2

Hengi-brúðarauga

Ýmsir litir. Blómviljug
hengiplanta. Ræktuð í 12 cm. pottum.

Lupinus nanus

Lúpína

Blandaðir litir. Ilmandi. Hæð 30 cm.

Malva sylvestris mauritania 2 3 Skógarmalva Blómin fallegar fjólubláar klukkur. Þarf uppbyggingu. Ræktuð í 20 cm pottum.

Matthiola incana

Ilmskúfur
Levkoj.

Blandaðir litir. Ilmandi blóm.
Hæð 20-40 cm.

Mimulus cupreus

Apablóm

Gul eða rauð blóm. Hæð 20 cm.

Nemesia strumosa

Fiðrildablóm

Blandaðir litir. Blómviljugt og
harðgert. Hæð 25 cm.

Nemophila atomaria

Garðasnót

Blá blóm í júlí. Hæð 15 cm.

Nicotiana x sanderae

Blómatóbak

Blómin í ýmsum litum.
Ræktað í 11 cm. pottum.
Harðgert. Hæð 30 cm.

Osteospermum
‘Sunny’
2 3

Sólboði

Stór blóm í mörgum litum með dökkri miðju. Þarf sólríkan stað, lokar sér í dimmviðri. Harðgerður og blómviljugur. Hæð 30 cm.

Pelargonium pelatum 2

Hengi-pelargonía

Ýmsir litir. Blómviljug
hengiplanta. Ræktuð í
11 cm. pottum.

Pelargonium 2 3

Pelargonía
Mánabrúður

Ýmsir litir. Blómviljug og harðgerð. Ræktuð í 12 cm. pottum.

Petunia x hybrida 2 3

Tóbakshorn

Margir litir, blómin bæði fyllt og einföld. Ræktað í 11 cm. pottum. Blómríkt. Hæð 20-25 cm.

Petunia surfinia 2 3

Hengi-tóbakshorn

Stór blóm í bleikum, bláum og hvítum litum. Hangandi vöxtur. Þarf sólríkan stað.

Phlox drummondii 2

Sumarljómi

Blandaðir litir. Hæð 10-15 cm.

Plectranthus forsteri "Marginatus" Mölurt Hengiplanta með fallegum tvílitum. Góð í blómakörfur. Ræktuð í 12 cm. pottum.
Rudbecka hirta 2 3 Frúarhattur Blómin gular körfur með dökkbrúnni miðju. Ræktuð í 12 cm. pottum.

Salvia splendens

Glæsisalvia

Skærrauðir, bláir og ljósir blómskúfar. Þarf skjólgóðan stað. Ræktuð í 11 cm. pottum. Hæð 15-20 cm.

Schizanthus
hybridus hort

Paradísarblóm

Blandaðir litir. Blómríkt og
harðgert. Hæð 30 cm.

Senecio cineraria 2

Silfurkambur

Blaðplanta. Silfurlituð loðin blöð. Harðgerð. Hæð 20 cm.

Tagetes tenuifolisa "Ursula" Dúkablóm Gul blóm, blöðin ilmsterk. Blómríkt. Hæð 15-20 cm.

Tagetes erecta 2 3

Flauelsblóm
klæðisblóm

Stór blóm gul eða órange.
Ræktuð í 11 cm. pottum.
Hæð 20 cm.

Tagetes patula nana 2

Flauelsblóm

Gul, rauðgul eða tvílit blóm,
Mörg afbrigði. 15-20 cm.
Viðkvæm fyrir frosti, þarf sól og hita.

Tropaeolum majus

Skjaldflétta

Ýmsir litir. Hengi eða klifurplanta. Ræktuð í 12 cm. pottum.

Verbena x hybrida

Garðajárnurt

Blá, ruð, bleik eða hvít blóm í sveip.
Góð í hengipotta. Ræktuð í 12 cm pottum.

Viola ´Helen Mount´

Fjóla

Blómin þrílit, í bláum og gulum lit, blómviljug og harðgerð.
Hæð 10-15 cm.

Viola ´cornuta´ 2 3 4 Fjóla Blómin annaðhvort einlit gul, hvít, bla eða þrílit. Blómviljug og harðger. Hæð 10-15 cm.

Viola ´King Henry´ 2

Fjóla

Fjólublá blóm. Blómviljug og
harðgerð. Hæð 15 cm.

Viola x Williamsii ‘Sunbeam’

Hengi fjóla

Gul blóm ræktuð í hengipottum. Blómrík og harðgerð.

Viola x wittrockiana
2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13

Stjúpa

Mikið litaúrval. Geysilega
harðgerð og tvímælalaust eitt af
okkar bestu sumarblómum.
Aðeins notuð hágæða fræ.
Hæð 15 cm.

  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu