Það er lítil sem engin reynsla komin á ræktun heslihneturunna og -trjáa á Íslandi. Heslihnetur vaxa yfirleitt á runnum sem verða allt að 8 m. á hæð erlendis. Afbrigðin sem Garðyrkjustöð Ingibjargar er með í sölu ná þó ekki nema 2 m.
Heslihneturunnar blómstra í maí-júní. Karlkyns reklarnir eru fölgulir og um 5-12 sm. langir. Kvenkyns blómin eru smá með rauðri frævu sem stendur út úr blóminu. Heslihneturnar vaxa í klösum, 1-5 saman. Hneturnar eru tilbúnar þegar þær byrja að falla af trénu, 7-8 mánuðum eftir frjóvgun.
Heslihnetur innihalda prótein, trefjar, góða fitu, andoxunarefni, E, B1 og B6-vítamín, ásamt öðrum örlitlu af öðrum B-vítamínum.