Tegundir: Yfir 40 tegundir til í þessari ættkvísl. T.d. (H. elata / Brúska), (H. fortunei / Forlagabrúska), (H. lancifolia / Lensubrúska), (H. rectifolia / Eyjabrúska), (H. sieboldiana / Blábrúska), (H. tardiana / Brúska), (H. undulata / Bylgjubrúska).
Lýsing: Blöðin mynda fallegan og þéttan blaðabrúsk sem er aðalprýði plantanna. Þau eru breið með áberandi æðar- strengjum. Oft tvílit, með gulum eða hvítum blaðjöðrum eða blaðmiðju. Blöðin geta einnig verið yrjótt, rákótt, hrukkótt eða bylgjuð. Blómin hvít, bleik, blá eða fjólublá á löngum stönglum í júlí-ágúst.
Hæð: 40-90 sm.
Aðstæður: Skuggþolin. Þrífst best á skuggsælum vaxtarstað í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi.