Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Hortensía / Hindarblóm

Details
Category: Sumarblóm

Lýsing: Mörg blóm í stórum hnausum. Bleikir, hvítir eða bláir tónar. Blómstrar mikið og lengi.

Hæð: 1-3 m.

Aðstæður: Getur verið úti á skjólgóðum og sólríkum stað yfir sumarmánuðina. Hortensían þarf ekki mikinn áburð. Ef notast er við áburð í vökvaformi er gott að vökva með honum einu sinni í mánuði. Ef áburður á borð við Blákorn er notaður nægir að nota hann einu sinni í júní. Ekki gefa áburð eftir ágúst og ekki ef plantan lítur út fyrir að vera veik. Áburðurinn getur aukið álagið á plöntuna. Plantan leggst í dvala á veturna.

Annað: Hortensía er til í mörgum tegundum. Það er mögulegt að breyta litnum á blómunum frá ári til árs með því að stjórna sýrustiginu í jarðveginum (venjulegur áburður hefur ekki áhrif á litinn). Með pH gildi fyrir neðan 6 (súr jarðvegur) koma yfirleitt bláleit blóm og þegar pH gildið er fyrir ofan 6 (basískur jarðvegur) verða þau bleikleit. Ekki er hægt að hafa áhrif á hvítar hortensíur með sama hætti, en stundum fer að koma bleikur blær á þær eftir því sem þær eldast.

  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu