Eigendaskipti 

 

 

Um leið og við óskum nýjum eigendum velfarnaðar í starfi langar okkur að þakka viðskiptavinum okkar góð kynni og viðskipti liðinna ára.  Það er okkur mikið gleðiefni að sjá garðyrkjustöðina í góðum höndum og að hún skuli vera rekin áfram með sama sniði og undanfarin ár.

 

Kær kveðja,

 

Ingibjörg Sigmundsdóttir

 

Hreinn Kristófersson

 

Á myndinni eru núverandi og fyrrverandi eigendur garðyrkjustöðvarinnar.

 

 

Eigendaskipti og nýtt nafn

1. febrúar sl. urðu eigendaskipti í Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur.  Þá létu Hreinn og Ingibjörg af störfum eftir 36 ára farsælan rekstur.  Nýir eigendur eru Þorvaldur Snorrason og kona hans Sigríður Sigurðardóttir ásamt systur hennar Rögnu Sigurðardóttur og eiginmanni hennar Kristni Alexanderssyni. 

Þorvaldur er garðyrkjufræðingur og hefur unnið í Garðyrkjustöð Ingibjargar sl. 6 ár og systurnar koma báðar úr mikilli garðyrkjufjölskyldu en afi þeirra og síðar faðir áttu og ráku Garðyrkjustöðina Fagrahvamm í áratugi. 

Rekstur stöðvarinnar verður áfram með óbreyttu sniði og sama starfsfólkið mun taka á móti viðskiptavinum.

Stöðin hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Flóra - garðyrkjustöð.  Nafnið kemur úr fjölskyldu Rögnu og Siggu en Ingimar afi þeirra og Ragna systir hans stofnuðu blómabúðina Flóru Austurstræti 7 árið 1932 og var hún ein fyrsta blómabúðin í Reykjavík. 

Hlökkum til að taka á móti ykkur.

Kær kveðja,

Flóra - garðyrkjustöð

 
 
Velkomin/n á heimasíðu Flóru garðyrkjustöðvar
Hér finnur þú fróðleik um plöntur og umhirðu þeirra.
 
Ef þú finnur ekki upplýsingar um plöntuna sem þú ert að leita að á þessari síðu þá mælum við með leitarvél Félags garðplöntuframleiðenda sem þú getur nálgast með því að smella hér.
 
Skráðu þig í Gróskuklúbbinn okkar til að fylgjast með ýmis konar tilboðum og viðburðum. Oft eru fróðleiksmolar í fréttabréfunum og það eru alltaf myndir af fallegum gróðri sem gleðja augað.
 
Ef þú ert forvitin/n um nafnið á plöntunni lengst til vinstri á síðunni (eða efst ef þú ert í símanum) getur þú hægri smellt á myndina og opnað í nýjum glugga. Þá ætti nafnið að birtast í vefslóðinni.
 
Með von um að þú eigir ánægjulega heimsókn á síðuna okkar.
 
Bestu kveðjur,
Eigendur og starfsfólk
Flóru - garðyrkjustöðvar