Lýsing: Mikið litaúrval. Einlit, tvílit eða þrílit með lítilli gulri miðju.
Hæð: 10-15 sm.
Aðstæður: Geysilega harðgerð og tvímælalaust eitt af okkar bestu sumarblómum. Vindþolin. Þrífst best á sólríkum stað. Þolir vel hálfskugga. Þrífst í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Blómstrar mikið allt sumarið.












