
Lýsing: Hvít blóm í júní-júlí. Blómstrar mikið og meira ef dauðir blómknúppar eru fjarlægðir. Þéttgreinóttur og lágvaxinn runni með hálfkúlulaga vöxt. Fallegir rauðgulir haustlitir.
Hæð: 90-120 sm. á hæð og breidd.
Aðstæður: Harðgerður. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað, en þolir hálfskugga. Það er best að klippa plöntuna eftir blómgun ef eigandinn vill klippa hana. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi.