
Lýsing: Dökkbleik blóm í klösum í júlí-september. Blómsæll. Blómstrar á fyrsta árs greinum og því gott að snyrta plöntuna síðla vetrar eða snemma á vorin. Rauðir og appelsínugulir haustlitir. Þéttur og blaðfallegur skrautrunni með dvergvöxt.
Hæð: 0,5-1 m.
Aðstæður: Harðgerður. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Þolir hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi.