Lýsing: Jarðlægur runni með fallega blágræn og nettaugótt blöð. Hægvaxta, en myndar fljótt þykka mottu af greinum og blöðum.
Hæð: 10-20 sm. 10-50 sm. í þvermál.
Aðstæður: Harðgerður. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Hentar í steinhæðir.