
Lýsing: Silkihærð ílöng blöð. Fjólubláir uppréttir reklar (Víðikettlingar) sem standa lengi. Þéttvaxinn runni.
Hæð: 1-1,5 m.
Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn og saltþolinn. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Hægvaxta. Þolir vel klippingu. Hentar í lágvaxin limgerði og formklipptar kúlur.