
Lýsing: Skrautrunni með dökkfjólublá lauf og skærrauð á haustin. Blómin ljósgul í maí-júní. Rauð ber á haustin. Þyrnóttur runni.
Hæð: 1,5-2,5 m. á hæð og breidd.
Aðstæður: Þrífst best á sólríkum stað eða í hálfskugga og í skjóli. Þolir flestan vel framræstan jarðveg. Hentar stakstæður eða í runnabeð.