
Lýsing: Blómin silfruð að utan og gul að innan í maí-júní. Blómin eru ilmsterk. Blöðin silfurgrá.
Hæð: 1-2 m.
Aðstæður: Harðgert. Vindþolið og saltþolið. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í léttum, sendnum jarðvegi. Nægjusamt. Hentar vel stakstætt, í runnabeð og undir hávaxnari gróður. Þrífst vel á áraurum. Skríður með rótarskotum. Hægvaxta.