
Lýsing: Hvít blóm í júní-júlí. Blómin ilma. Rauð ber á haustin. Blöðin silfurlituð á neðra borði.
Hæð: 10-12 m.
Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn og saltþolinn. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Hægvaxta. Stórt garðtré eða götutré. Hefur lágan stofn og því mikilvægt að velja stofnháar plöntur og fylgja eftir með klippingu ef eigendur vilja fallega krónu.