Lýsing: Smá hvít blóm í klösum í júní. Vaxtarlag minnir á úlfareyni, en laufin eins og á hefðbundnum reynitegundum. Bleik ber í klösum. Berin eru æt og sætari eftir fyrsta frost.
Hæð: 1-3 m.
Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn. Þrífst best á sólríkum stað í sendnum og næringarríkum jarðvegi. Þolir flestan jarðveg, hálfskugga og skuggsæla staði. Ekki sérlega seltuþolinn. Hentar stakur, í raðir og þyrpingar.