Lýsing: Hvít blóm í júní-júlí. Blómstrar mikið. Smávaxinn skrautrunni. Uppréttur vöxtur og örlítið útsveigðar greinar.
Hæð: 0,5-1 m.
Aðstæður: Harðgerður. Þrífst best á sólríkum stað en þolir hálfskugga og blómstrar þá minna. Þarf rakan og næringarríkan jarðveg. Hentar í steinhæðir og stalla með öðrum smávöxnum plöntum.