
Lýsing: Rauðfjólublá blöð á vorin sem verða grænleitari eftir því sem líður á sumarið. Grænir haustlitir. Blöðin stór, hjartalaga og krumpuð. Skrautrunni eða lítið tré með sérkennilegar greinar.
Hæð: 1-2 m.
Aðstæður: Þrífst best á sólríkum stað í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Þolir hálfskugga og flestar tegundir af jarðvegi. Best er að klippa plöntuna síðari hluta vetrar, eftir mestu frosthörkurnar.