
Lýsing: Sígrænt tré með bláleitu barri. Ljósbrúnir könglar.
Hæð: 10-20 m.
Aðstæður: Vindþolið. Þrífst best á sólríkum stað í súrum, rökum, sendnum og vel framræstum jarðvegi. Þolir ekki skuggsæla staði og mikla loftmengun. Getur kalið í vorfrostum við sjávarsíðuna. Hentar sem stakstætt tré þar sem það fær að breiða úr sér. Góður vindbrjótur. Hægvaxta.