
Lýsing: Sígrænn, smávaxinn og þéttgreinóttur runni. Nálarnar eru bláhvítar á efra borði en grænar á því neðra.
Hæð: 20-40 sm.
Aðstæður: Harðgerður. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. hægvaxta. Hentar í runnabeð, steinhæðir, potta og ker. Góð þekjuplanta.