Lýsing: Kvenplanta. Hvít blóm í júní. Sígrænn runni. Glansandi græn lauf. Rauð ber á haustin ef karlplanta er í næsta nágrenni.
Hæð: 3 m og um 4 m á breidd.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í djúpum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Sérbýlisplanta. Hentar í runnabeð, í þyrpingar og stakstætt. Þolir vel klippingu.
