
Lyngrós ´Cunningham´s White´
Rhododendron catawbiense ´Cunningham´s White´
Blóm og blöð: Hvít eða fölbleik blóm í júní. Sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 0,5-1,5 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð eða stakstæð.
Lyngrós ´Dopey´
Rhododendron Yakushimanum ´Dopey´
Blóm og blöð: Rauð blóm í júní-júlí. Smávaxinn, sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 0,5-1,25 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð eða stakstæð.
Lyngrós ´English Roseum´
Rhododendron catawbiense ´English Roseum´
Blóm og blöð: Bleikfjólublá blóm í júní-júlí. Sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 1,2-2,5 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þolir skuggsæla staði, en blómstrar þá minna.Þrífst best í rökum, súrum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi.Hentar í runnabeð eða stakstæð.
Annað: Klippið dauða blómknúppa af strax eftir blómgun.

Lyngrós ´Fantastica´
Rhododendron Yakushimanum ´Fantastica´
Blóm og blöð: Bleik blóm sem lýsast inn að miðju í júní. Smávaxinn, sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 0,5-1,25 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð, í ker eða stakstæð.
Lyngrós ´Flava´
Rhododendron Yakushimanum ´Flava´
Blóm og blöð: Kremhvít eða ljósgul blóm í júní. Blómknúppar eru bleikleitir. Smávaxinn, sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 0,5-1,25 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð, í ker eða stakstæð.
Lyngrós ´Grandiflorum´
Rhododendron catawbiense ´Grandiflorum´
Blóm og blöð: Fjólublá blóm í júní-júlí. Sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 0,7-2 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð eða stakstæð.

Lyngrós ´Koichiro Wada´
Rhododendron Yakushimanum ´Koichiro Wada´
Blóm og blöð: Hvít blóm í júní. Sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 1-1,2 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð, í ker eða stakstæð.

Lyngrós ´Morgenrot´
Rhododendron yakushimanum Morgenrot
Blóm og blöð: Bleik blóm í maí-júní. Sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 1,2-1,5 m. á hæð og um 1,5-2 m. á breidd.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð, í ker eða stakstæð.

Lyngrós ´Scarlet Wonder´
Rhododendron ´Scarlet Wonder´
Blóm og blöð: Rauð blóm í júní. Smávaxin, sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 30-50 sm.
Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta í beð.
Lyngrós ´Schneekissen´
Rhododendron yakushimanum Schneekissen´
Blóm og blöð: Hvít blóm í maí-júní.
Hæð: 0,5-1 m. á hæð og breidd.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð, í ker eða stakstæð.

Urðalyngrós
Rhododendron ferruqineum
Blóm og blöð: Bleik blóm í maí-júní. Smávaxinn, sígrænn runni með stórum blöðum og stórum blómklösum.
Hæð: 30-50 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þrífst best í rökum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð.