
Lýsing: Hvít blóm með bleikum tón í júní. Meðalstór, rauð epli með rauðum strípum. Mild og sætsúr á bragðið. Uppskera í október-nóvember. Frjóvgast með Aroma, Discovery, James Grieve, Katja, Lobo, Mio, Skogfoged, Sävstaholm og Transparente Blanche.
Hæð: 4-5 m. Hægt að halda niðri með klippingu.
Aðstæður: Þrífst best á sólríkum vaxtarstað í næringarríkum, rökum og vel framræstum jarðvegi. Þolir hálfskugga. Sýrustig á að vera í kringum 6-7 (örlítið súr jarðvegur). Þolir illa að þorna og því nauðsynlegt að vökva vel í sólríkum sumrum. Það er ekki nauðsynlegt að klippa eplatré, en þau þola mikla klippingu. Gott er að klippa tréð vel sama ár og það er gróðursett. Best er að klippa 1/3 af ársvexti seinnipart sumars og síðan aftur að vori. Gefa skal áburð snemma vors.