Lýsing: Stór runni eða lítið tré. Ljósbleik blóm í maí. Þroskar aldin í september. Stórar, bragðgóðar, gulgrænar ferskjur með dökkrauðum roða og kremhvítu safaríku aldinkjöti. Uppskera í lok ágúst-september.
Hæð: 0,8 – 1,8 m.
Aðstæður: Þarf sólríkan og skjólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rökum og næringarríkum jarðvegi. Best að rækta þær í köldu gróðurhúsi.