Lýsing: Stór runni eða tré. Blöðin ilma. Aldin eru perulaga og rauð að innan. Þau verða fjólublá eða brún þegar þau þroskast, en þangað til eru þau græn. Sjálffrjóvgandi.
Hæð: Vex hratt og getur orðið allt að 3 m. á hæð. Þolir vel klippingu
Aðstæður: Þarf sólríkan og skjólgóðan stað. Þrífst best í næringarríkum, djúpum og vel framræstum jarðvegi. Þolir rýran og þurran jarðveg.