
Lýsing: Sellerí er skylt steinselju. Blöðin líkjast ítalskri steinselju. Bragðsterk blöðin eru notuð sem krydd.
Hæð: 35-45 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Þarf mikla vökvun, en forðist að vökva beint á plönturnar. Frekar á milli þeirra. Notað t.d. í súpur, salöt og ídýfur. Gott á lamb og fisk. Þá er gott að dýfa selleríi í kotasælu.