
Lýsing: Laufið notað sem krydd. Milt bragð. Hægt að tína af eftir þörfum allt sumarið. Tínið toppsprotana fyrst til þess að plantan verði þéttari. Gott krydd í tómatrétti, í salat, sósur, súpur, pottrétti og kryddsmjör svo eitthvað sé nefnt. Ekki setja basilíku út í fyrr en rétt áður en rétturinn er tilbúinn.
Hæð: 30-50 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Hentar best innanhúss, en getur þrifist utandyra ef henni er kippt inn þegar það er útlit fyrir að nóttin verði köld.