Lýsing: Lauf og stönglar notað sem krydd.
Tínið af plöntunni eftir þörfum. Skerið alla plöntuna í lok sumars og notið þurrkað krydd yfir veturinn. Vinsælt krydd sem hentar í flesta matargerð. Undirstaða í ítölskum og grískum réttum. Ómissandi á pizzur. Góð í salat, tómatrétti, pottrétti, kryddblöndur og te. Þetta krydd er betra á bragðið þurrkað heldur en ferskt.
Hæð: 40 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Oregano þarf ekki mikla vökvun. Vökvið þegar moldin er þurr viðkomu. Hentar í matjurtabeð og fjölæringabeð. Gefur meira af sér innandyra á sólríkum stað.