Lýsing: Stór ljósgul blóm í þéttum klasa á háum stöngli í júlí-ágúst. Blómin standa lengi. Blöðin hvítloðin og tilkomumeiri en á flestum eða öllum öðrum kyndiljurtum.
Hæð: 120-150 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan stað og skjól. Þrífst best í vel framræstum, grýttum og sendnum jarðvegi.