
Lýsing: Hvítt og grænröndótt skrautgras. Gul blóm í ágúst.
Hæð: 100-140 sm.
Aðstæður: Harðgert. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Hentar sem kantplanta. Nokkuð skriðul og því gott að planta í niðurgrafið ílát sem hleypir vatni út um botninn eða ramma plöntuna inn á annan hátt.