Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Klifurplöntur

Bláregn ´Blue Moon´

Details
Category: Klifurplöntur

engin.mynd

Lýsing: Fjólublá blóm í  ilmandi blómklösum í júní-ágúst. Klifurjurt.

Hæð: 2-4 m.

Aðstæður: Þrífst best í skjóli á sólríkum stað. Þolir hálfskugga. Þarf rakan og næringarríkan jarðveg. Þarf klifurgrind eða víra.

Bergflétta

Details
Category: Klifurplöntur

bergfletta 1

 

Lýsing: Sígræn klifurjurt. Festir sig sjálf á hrjúfa steinfleti.

 

Hæð: 5-6 m.

 

Aðstæður: Harðgerð. Skuggþolin. Þrífst vel í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta á veggi og sem botngróður. Þolir illa vorsól á suðurhlið húsa. Best á norður- eða suðurhlið.

1. Fróðleikur um klifurjurtir

Details
Category: Klifurplöntur

engin.mynd

Það þarf að binda upp flestar klifurjurtir. Bergfléttan er undantekning þar sem hún festir sig við hrjúfa veggi. 

Bergsóley ´Nelly Moser´

Details
Category: Klifurplöntur

engin.mynd

Lýsing: Klifurjurt. Stór blóm sem eru fölbleik yst og með bleikri rönd eftir miðjunni hverju bikarblaði. Blómin eru allt að 20 sm. í þvermál og með 8 bikarblöð. Blómstrar í júlí – september. Blómlitir fölna í sterkri sól. Flest blómin koma á sprota fyrra árs.

Hæð: 1,5 - 3 m. á hæð og um 1 m. á breidd.

Aðstæður: Þarf sólríkan stað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum, léttum og rökum, en vel framræstum jarðvegi. Þarf klifurgrind eða víra. Hentar vel til að klæða veggi og girðingar.Fallegust í góðu skjóli.

Bergsóley ´Niobe´

Details
Category: Klifurplöntur

clematis 19

Lýsing: Klifurjurt. Rauð blóm í júlí-september.

Hæð: 2-3 m.

Aðstæður: þrífst best á sólríkum stað, en þolir vel hálfskugga. Þarf rakan og næringarríkan jarðveg. Þarf klifurgrind eða víra. Hentar vel til að klæða veggi og girðingar.

  1. Fjallabergsóley bleik
  2. Fjallabergsóley hvít
  3. Bjarmabergsóley gul
  4. Humall
  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu