Garðskálaplöntur
- Details
- Category: Garðskálaplöntur
Lýsing: Plantan gefur ávöxt tveggja ára. Eftir að búið er að taka bananaklasann er plöntunni hent en þá er hún búin að fjölga sér með rótarskotum. Þannig viðheldur plantan sér.
Hæð: 2m.
Aðstæður: Þrífst best í upphituðu gróðurhúsi eða sólríkri stofu. Hitinn má helst ekki fara niður fyrir 12 gráður. Þarf næringarríkan jarðveg og næringu þegar plantan er vökvuð. Ekki leyfa plöntunni að þorna mikið.
Skemmtileg staðreynd: Bananar eru flokkaðir sem ber. https://alumni.stanford.edu/get/page/magazine/article/?article_id=63171
- Details
- Category: Garðskálaplöntur
Fróðleikur um plöntur fyrir óupphituð gróðurhús eða yfirbyggðar svalir
Ávaxtatré og -runnar fá betri uppskeru í köldum gróðurhúsum. Rósir verða líka mjög fallegar í köldum gróðurhúsum.
Þá eru lágvaxnar og viðkvæmar trjátegundir oft hafðar í köldum gróðurhúsum.
Þar má nefna:
Fagurlim (Buxus)
Garðaýr (Taxus x media og Taxus baccata)
Japanshlyn (Acer palmatum)
Japansýr (Taxus cuspidata).
Kristþyrnir (Ilex)
lífviði (Microbiota, Thuja occidentalis og Thujopsis)
Rósakirsi (Prunus nipponica)
Rósamöndlutré (Prunus triloba)
sópa (Cytisus)
Sýprus (Chamaecyparis)
Einnig lyngrósir og klifurplöntur á borð við Bergsóley (Clematis).
Plöntur fyrir upphituð (frostfrí) gróðurhús eða skála. Einnig fyrir sólríka stofu.
Það er tilvalið að forrækta grænmeti í upphituðum gróðurhúsum og setja matjurtaplönturnar út í byrjun júní þegar það er orðið nógu hlýtt og engin hætta á næturfrosti.
Margir nota upphitaða skála til að rækta ávexti á borð við vínber, kíví, banana og litlar mandarínur (Kumquat). Gætið að því að flest ávaxtatré og berjarunnar þurfa að frjósa yfir veturinn til að fá uppskeru.
Fyrir utan plönturnar sem eru flokkaðar undir garðskálaplöntur er hægt að rækta ýmsar tegundir af grænmeti, margar tegundir pottablóma og viðkvæmar tegundir af trjám og runnum í frostfríum gróðurskálum.
Þá er hægt að halda lífi í nokkrum tegundum af sumarblómum á milli ára með því að hafa þau í frostfríum gróðurhúsum.
Þar má nefna:
Fúksíu / Blóðdropa Krists (Fuchia)
Hengi pelargoniu (Pelargonium pelatum / Pelargonium pendula)
Pelargoniu / Pelargónía / Mánabrúður (Pelargonium x hortorum)
- Details
- Category: Garðskálaplöntur
Lýsing: Lítil hvít blóm í klösum. Blómstrar mikið. Ólífur koma í staðinn fyrir blómin. Það er mælt með 1því að fækka ávöxtum í 3-4 fyrir hverja 30 sm. af grein. Plantan er sjálffrjóvgandi, en fær betri uppskeru ef það eru fleiri ólífuplöntur til staðar.
Hæð: Getur orðið 8-15 m. í heitum löndum, ekki er vitað hversu stór plantan verður hér á landi.
Aðstæður: Þarf töluverða birtu, en þolir hálfskugga. Þolir beina sól. Þarf mikla vökvun. Moldin á alltaf að vera örlítið rök viðkomu. Vex hægt og því þarf ekki að snyrta plöntuna mikið til. Aðeins taka burt dauðar greinar og snyrtið þannig að sólin nái að leika um sem mest af plöntunni. Gætið þess að snyrta plöntuna ekki of mikið.
Þarf tvo mánuði í kulda til að fá blóm og ólífur. Þolir -15 til 35°C, en reynið að forðast að kuldinn fari niður fyrir -10°C. Ef mikill kuldi sækir að plöntunni er hægt að vefja hana í hlífðarklæði.
- Details
- Category: Garðskálaplöntur
Lýsing: Blaðfalleg vafningsjurt. Rauðbrún blóm í maí-júní. Þarf karlplöntu til að þroska aldin. Aldin þroskast í október-nóvember á þriðja eða fjórða ári eftir útplöntun. Aldin verða rauðbrún í sólinni. Þau eru sæt og með hunangskeim, um 3 sm. löng og 2 sm. á breiddina. Það er hægt að borða hýðið, en það er súrt. Ávextirnir ilma. Þeir detta af ef plantan fær ekki nóg að drekka.
Hæð: 4-8 m.
Aðstæður: Þolir frost niður í -30°C. Besta uppskeran fæst í köldum gróðurhúsum. Þrífst best í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Þolir illa að þorna. Þarf klifurvegg, víra eða annað til að klifra eftir.
Annað: Amerískt yrki.
- Details
- Category: Garðskálaplöntur
Lýsing: Blaðfalleg vafningsjurt. Þarf karlplöntu til að þroska aldin. Aldin þroskast í október-nóvember á þriðja eða fjórða ári eftir útplöntun. Aldin eru græn eða grængul og stór, allt að 5 sm. löng og 3 sm. á breiddina. Bragðmikil, sætsúr og endast lengi. Það er hægt að borða hýðið. Ávextirnir ilma.
Hæð: 4-8 m.
Aðstæður: Þolir frost niður í -28°C. Besta uppskeran fæst í köldum gróðurhúsum. Þrífst best í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Þolir illa að þorna. Þarf klifurvegg, víra eða annað til að klifra eftir.
Annað: Ítalskt yrki.