Ávaxtatré og berjarunnar
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar
1 - 2 m. runni sem fær fölgræn blóm með rauðum blæ í maí – júní. Blöðin ilma. Svört og C-vítamínrík ber í ágúst.
Sólberjarunnar eru harðgerðir, en þrífast best í skjóli á sólríkum stað eða í hálfskugga. Þeir þurfa næringarríkan og vel framræstan jarðveg.
Best er að planta sólberjarunnum með a.m.k. 1,5 m. millibili ef þú vilt geta tínt af runnanum frá öllum hliðum. Ef þú vilt fá limgerði þá er gott að miða við 1 m. bil á milli plantna.
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar
Lýsing: Fölbleik blóm. Græn á ytra borði. Blöðin ilma. Meðalstór eða stór og svört ber. Safarík, ilmandi og C-vítamín rík. Fær mikla uppskeru.
Hæð: 1,5 - 2 m. 2-3 m á breidd.
Aðstæður: Harðgerður runni. Þrífst best á sólríkum stað eða í hálfskugga í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi.
Annað: Sænskt yrki.
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar

Lýsing: Fölbleik, lítil, klukkulaga blóm í júní-júlí. Sjálffrjóvgandi. Skínandi rauð ber myndast í október-nóvember. Þau innihalda mikið af C-vítamíni og mikið notuð til að vinna gegn þvagfærasýkingum á borð við blöðrubólgu. Sígrænn runni. Fjólublá og dökkrauð lauf á haustin og yfir veturinn.
Hæð: 20 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan stað eða hálfskugga. Þrífst best í súrum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Þolir rýran jarðveg.