Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Ávaxtatré og berjarunnar

Epli ´Summerred´

Details
Category: Ávaxtatré og berjarunnar

epli 18

Lýsing:  Hvít blóm með bleikum tón í júní. Meðalstór, rauð epli með rauðum strípum. Mild og sætsúr á bragðið. Uppskera í október-nóvember. Frjóvgast með Aroma, Discovery, James Grieve, Katja, Lobo, Mio, Skogfoged, Sävstaholm og Transparente Blanche.

Hæð: 4-5 m. Hægt að halda niðri með klippingu.

Aðstæður: Þrífst best á sólríkum vaxtarstað í næringarríkum, rökum og vel framræstum jarðvegi. Þolir hálfskugga. Sýrustig á að vera í kringum 6-7 (örlítið súr jarðvegur). Þolir illa að þorna og því nauðsynlegt að vökva vel í sólríkum sumrum. Það er ekki nauðsynlegt að klippa eplatré, en þau þola mikla klippingu. Gott er að klippa tréð vel sama ár og það er gróðursett. Best er að klippa 1/3 af ársvexti seinnipart sumars og síðan aftur að vori. Gefa skal áburð snemma vors.

Epli ´Sunrise´

Details
Category: Ávaxtatré og berjarunnar

epli 115

Lýsing:  Blómgast frá miðjum maí. Hvít blóm með bleikum blæ. Mikil uppskera. Þroskar aldin í sept-okt. Meðalstór til stór, sætsúr, safarík og bragðgóð epli. Gult eða hvítt hýði öðru megin og rautt sólarmegin (um 50% rautt og 50% gult eða hvítt). Aldin geta haldist á trénu í 2-3 vikur án þess að ofþroskast. Ávextir geymast vel í ísskáp. Transparent Blance getur frjóvgað þessa tegund

Hæð: 4-5 m. Hægt að halda niðri með klippingu.

Aðstæður: Þrífst best á sólríkum vaxtarstað í næringarríkum, rökum og vel framræstum jarðvegi. Þolir hálfskugga. Sýrustig á að vera í kringum 6-7 (örlítið súr jarðvegur). Þolir illa að þorna og því nauðsynlegt að vökva vel í sólríkum sumrum. Það er ekki nauðsynlegt að klippa eplatré, en þau þola mikla klippingu. Gott er að klippa tréð vel sama ár og það er gróðursett. Best er að klippa 1/3 af ársvexti seinnipart sumars og síðan aftur að vori. Gefa skal áburð snemma vors.

Epli ´Transparente Blanche´

Details
Category: Ávaxtatré og berjarunnar

epli 127

Lýsing:  Hvít blóm með bleikum blæ í júní. Meðalstór gulgræn epli. Þétt og safaríkt aldinkjöt. Sætsúrt bragð. Uppskera í september-október. Hálfsjáffrjóvgandi en getur líka frjóvgast með Gyllenkroks Astrakan, Aroma, James Grieve, Katja, Lobo, Mio, Oranie.

Hæð: 4-5 m. Hægt að halda niðri með klippingu.

Aðstæður: Eitt af harðgerðustu eplayrkjunum sem hafa verið prófuð á Íslandi. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað í næringarríkum, rökum og vel framræstum jarðvegi. Þolir hálfskugga. Sýrustig á að vera í kringum 6-7 (örlítið súr jarðvegur). Þolir illa að þorna og því nauðsynlegt að vökva vel í sólríkum sumrum. Það er ekki nauðsynlegt að klippa eplatré, en þau þola mikla klippingu. Gott er að klippa tréð vel sama ár og það er gróðursett. Best er að klippa 1/3 af ársvexti seinnipart sumars og síðan aftur að vori. Gefa skal áburð snemma vors.

04. Fróðleikur um ferskjutré

Details
Category: Ávaxtatré og berjarunnar

ferskjur 2

Kröftugt tré eða runni sem hentar í kalt gróðurhús. Ferskjutré eru sjálffrjóvgandi.

Ferskjur ´Revita´

Details
Category: Ávaxtatré og berjarunnar

ferskjur 2

Lýsing:  Stór runni eða lítið tré. Ljósbleik blóm í maí. Þroskar aldin í september. Stórar, bragðgóðar, gulgrænar ferskjur með dökkrauðum roða og kremhvítu safaríku aldinkjöti. Uppskera í lok ágúst-september.

Hæð: 0,8 – 1,8 m.

Aðstæður: Þarf sólríkan og skjólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rökum og næringarríkum jarðvegi. Best að rækta þær í köldu gróðurhúsi.

  1. 05. Fróðleikur um fíkjutré / fíkjuviðartré
  2. Fíkjur ´Smyrna´
  3. Fíkjur ´Ice Crystal´
  4. 06. Fróðleikur um goji berjarunna

Page 2 of 4

  • Start
  • Prev
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • Next
  • End
  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu