Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Kryddjurtir

Graslaukur

Details
Category: Kryddjurtir

graslaukur 1

Lýsing: Blómin fjólublá í júní-júlí. Fjölær. Hægt að hafa inni á veturna, en verður að vera úti á sumrin. Það þarf að leyfa plöntunni að visna eða frjósa áður en hún er tekin inn. Inniheldur C-vítamín.

Hæð: 20-40 sm.

Aðstæður: Harðgerður. Þrífst best í rökum jarðvegi á hlýjum og sólríkum stað.

Annað: Kryddjurt. Blöðin notuð til matargerðar. Fjölær.

Skessujurt

Details
Category: Kryddjurtir

levisticum.officinale.skessujurt

Lýsing: Bragðsterk. Það er hægt að nota blöðin sem krydd í súpur, salöt, sósur, pottrétti o.fl.. Fræin eru notuð í ýmsa kjötrétti, pottrétti og súpur. Það er hægt að nota saxaðar rætur í salat og te. Að lokum er hægt að borða stilkana eins og grænmeti. Blöðin ilma. 

Hæð: 100-150 sm.

Aðstæður: Harðgerð. Þríft best á sólríkum vaxtarstað eða hálfskugga og í djúpum og næringarríkum jarðvegi. Flott ein og sér. Getur sáð sér ef fræin eru ekki fjarlægð. Fjölær.

Sellerí / Blaðsellerí / Stilkellerí / Blaðsilla

Details
Category: Kryddjurtir

engin.mynd

 

Lýsing: Sellerí er skylt steinselju. Blöðin líkjast ítalskri steinselju. Bragðsterk blöðin eru notuð sem krydd. 

 

Hæð: 35-45 sm.

 

 Aðstæður: Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Þarf mikla vökvun, en forðist að vökva beint á plönturnar. Frekar á milli þeirra. Notað t.d. í súpur, salöt og ídýfur. Gott á lamb og fisk. Þá er gott að dýfa selleríi í kotasælu.

Basilíka / Basilika

Details
Category: Kryddjurtir

ocimum.basilicum.basilika 2

 

Lýsing: Laufið notað sem krydd. Milt bragð. Hægt að tína af eftir þörfum allt sumarið. Tínið toppsprotana fyrst til þess að plantan verði þéttari. Gott krydd í tómatrétti, í salat, sósur, súpur, pottrétti og kryddsmjör svo eitthvað sé nefnt. Ekki setja basilíku út í fyrr en rétt áður en rétturinn er tilbúinn.

 

Hæð: 30-50 sm.

 

 Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Hentar best innanhúss, en getur þrifist utandyra ef henni er kippt inn þegar það er útlit fyrir að nóttin verði köld. 

Estragon / Esdragon

Details
Category: Kryddjurtir

estragon 3

 

Lýsing: Laufið notað sem krydd. Lauf og toppsprotar er tekið eftir þörfum.

 

Hæð: 25 sm.

 

 Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Það er gott að klippa plöntuna á vorin til að auka vöxt.

  1. Dill / Sólselja
  2. Garðablóðberg / Timjan
  3. Ísópur
  4. Ítölsk steinselja / Sléttblaða steinselja / Fjallasteinselja

Page 1 of 2

  • Start
  • Prev
  • 1
  • 2
  • Next
  • End
  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu