Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Lauffellandi tré og -runnar

Svartyllir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Hvít blóm í júní-júlí. Blómstrar mikið. Svört ber á haustin. Margstofna runni.

Hæð: 2-4 m.

Aðstæður: Hraðvaxta. Þrífst best á sólríkum stað, en þolir hálfskugga. Vex vel í flestum næringarríkum og vel framræstum jarðvegi.

Sveighyrnir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

cornus.alba.sibirica.variegata.sveighyrnir.sibrica.variegata 2

Lýsing: Hvít blóm í skúfum í júní-júlí. Hvít eða bláleit ber síðsumars. Margstofna runni. Fallegar rauðar greinar á veturna eru helsta prýði plöntunnar. Ungar greinar eru með besta rauða litinn. Fallegir haustlitir.

Hæð: 1,5-3 m.

Aðstæður: Þarf sól eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum og rökum jarðvegi. Þolir flestan jarðveg. Hentar stakstæður, í þyrpingar og blönduð beð. Töluvert rótarskot sem er gott að fjarlægja jafnóðum. Þá er gott að klippa plöntuna snemma á vorin til að fá fram fleiri nýjar greinar.

cornus.alba.sibirica.variegata.sveighyrnir.sibrica.variegata 6

Sveigkvistur

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

sveigkvistur 6 

Lýsing: Bleik blóm í sveipum ofan á endilöngum bogsveigðum greinum í júlí-ágúst. Blómstrar mikið.

Hæð: 1-1,5 m.

Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn. Þrífst best á sólríkum stað. Þolir hálfskugga, en blómstrar þá minna. Þarf næringarríkan og vel framræstan jarðveg.

Sýrena ´Bejing Gold´

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Skærgul blóm í júní-júlí

Hæð: 2-4 m.

Aðstæður: Þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi. Þolir hálfskugga en blómstrar þá minna. Lítt reynd hér á landi.

Tíbetreynir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Hvít blóm. Hvít ber. Rauðir haustlitir. Skrautrunni sem svipar til koparreynis.

Hæð: 1,5-2 m á hæð. Getur orðið 3 m í þvermál.

Aðstæður: Þrífst best á sólríkum stað í venjulegri garðmold. Þolir hálfskugga. Hentar stakstæður og í blönduð limgerði.

  1. Tröllahesli á stofni / Hesli ´Contorta´
  2. Tröllahesli / Hesli ´Contorta´
  3. Tröllahesli rautt / Hesli ´Red Majestic´
  4. Töfratré

Page 14 of 15

  • Start
  • Prev
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • Next
  • End
  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu