Við höfum traustar rætur

MENUmenu

  • Flóra - garðyrkjustöð
  • Um fyrirtækið
  • Staðsetning
  • Gróskuklúbbur
  • Fróðleikur

Lauffellandi tré og -runnar

Silfurblað

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Blómin silfruð að utan og gul að innan í maí-júní. Blómin eru ilmsterk. Blöðin silfurgrá.

Hæð: 1-2 m.

Aðstæður: Harðgert. Vindþolið og saltþolið. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í léttum, sendnum jarðvegi. Nægjusamt. Hentar vel stakstætt, í runnabeð og undir hávaxnari gróður. Þrífst vel á áraurum. Skríður með rótarskotum. Hægvaxta.

Silfurreynir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Hvít blóm í júní-júlí. Blómin ilma. Rauð ber á haustin. Blöðin silfurlituð á neðra borði.

Hæð: 10-12 m.

Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn og saltþolinn. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Hægvaxta. Stórt garðtré eða götutré. Hefur lágan stofn og því mikilvægt að velja stofnháar plöntur og fylgja eftir með klippingu ef eigendur vilja fallega krónu.

Sitkareynir

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

sorbus.sitchensis.sitkareynir 3

Lýsing: Smá hvít blóm í klösum í júní. Vaxtarlag minnir á úlfareyni, en laufin eins og á hefðbundnum reynitegundum. Bleik ber í klösum. Berin eru æt og sætari eftir fyrsta frost.

Hæð: 1-3 m.

Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn. Þrífst best á sólríkum stað í sendnum og næringarríkum jarðvegi. Þolir flestan jarðveg, hálfskugga og skuggsæla staði. Ekki sérlega seltuþolinn. Hentar stakur, í raðir og þyrpingar.

Sitkaölur / Sitkaelri

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

engin.mynd

Lýsing: Gulir karlreklar í maí-júní. Glansandi lauf.

Hæð: 1-4 m.

Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn. Þarf sólríkan vaxtarstað. Góð og nægjusöm landgræðsluplanta. Hefur svepparót og hentar því í rýran jarðveg.

Siberíukvistur

Details
Category: Lauffellandi tré og -runnar

spiraea.trilobata.siberiukvistur 4

Lýsing: Hvít blóm í júní-júlí. Blómstrar mikið. Smávaxinn skrautrunni. Uppréttur vöxtur og örlítið útsveigðar greinar.

Hæð: 0,5-1 m.

Aðstæður: Harðgerður. Þrífst best á sólríkum stað en þolir hálfskugga og blómstrar þá minna. Þarf rakan og næringarríkan jarðveg. Hentar í steinhæðir og stalla með öðrum smávöxnum plöntum.

spiraea.trilobata.siberiukvistur 2

  1. Síberíulerki
  2. Síberíuþyrnir
  3. Skrautepli ´Makamik´
  4. Skrautepli ´Butterball´

Page 12 of 15

  • Start
  • Prev
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • Next
  • End
  • Innskráning
  • Efni

Created jtemplate joomla templates

Opið milli 10-17
Hringið í síma 4834800.
 
 
 
 
 
Flóra-garðyrkjustöð | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | S. 483 4800 | tölvupóstur:flora@floragardyrkjustod.is
 

 

Efst
Fara á forsíðu